• þri. 11. okt. 2016
  • Landslið

U21 karla - Ísland mætir Úkraínu í dag

Áhorfendur á Ísland-Tyrkland
ahorfendur

Strákarnir í U21 mæta Úkraínu í dag á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:45.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér farseðilinn í úrslitakeppni EM í Póllandi á næsta ári.  Það er því til mikils að vinna og getur stuðningur áhorfenda skipt sköpum í kvöld.

Tveir leikir í riðlinum fara einnig fram í dag, Norður Írar taka á móti Frökkum og Makedónar taka á móti Skotum.  Allir leikirnir fara fram á sama tíma að kröfu UEFA.

Miðasala á leikinn er í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.  Miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 12:00 í dag.

Styðjum strákanna til Póllands!

Áfram Ísland!