Íslenskir stuðningsmenn fengu viðurkenningu frá UEFA
Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að verðlauna stuðningsmenn Íslands fyrir frábæra frammistöðu á EM í sumar. Íslenskir stuðningsmenn fóru mikinn í stúkunni og vöktu heimsathygli fyrir vaska framgöngu sína.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, afhentu stuðningsmönnum Íslands veglegan skjöld frá UEFA en Benjamín Árni Hallbjörnsson (Benni Bongó) og Styrmir Gíslason (the Don) frá Tólfunni tóku við viðurkenningunni fyrir hönd íslenskra stuðningsmanna.