A-karla - Ísland og Króatía með sigra í kvöld
Ísland og Króatía unnu sigra í kvöld í undankeppni HM 2018. Ísland vann 3-2 sigur á Finnlandi en Króatía vann 0-6 stórsigur á Kósóvó. Tyrkir gerðu 2-2 jafntefli við Úkraínu á heimavelli í riðlinum.
Ísland og Króatía eru því með 4 stig eftir 2 leiki í riðlinum, Úkraína og og Tyrkir eru með 2 stig en Finnar og Kósóvó eru með 1 stig.