• þri. 04. okt. 2016
  • Landslið

A-kvenna - Hópurinn sem leikur á æfingamóti í Kína

Island-Slovenia-kvk-stemmning-020

Knattspyrnusamband Íslands hefur þekkst boð frá Knattspyrnusambandi Kína um þátttöku í fjögurra þjóða móti í Kína en leikið verður 20. – 24. október næstkomandi.  Leikið verður gegn heimamönnum, Dönum og Úsbekum.  

Mótið markar upphaf af undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Hollandi næsta sumar en Danir verða einnig þar á meðal keppenda.  Kína og Danmörk eru bæði þekkt stærð í knattspyrnuheiminum og eru í 13. og 20. sæti á styrkleikalista FIFA hjá konum.  Minna er vitað um Úsbekistan en landslið þeirra vermdi 42. sætið á síðasta styrkleikalista.

Leikið verður í Chongquing héraði í Kína og ljóst að langt og spennandi ferðalag er framundan hjá hópnum.

Hópurinn:

Nafn Félag
Hólmfríður Magnúsdóttir Avaldsnes
Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik
Hallbera Guðný Gísladóttir Breiðablik
Berglind Björg Þorvaldsdóttir Breiðablik
Rakel Hönnudóttir Breiðablik
Svava Rós Guðmundsdóttir Breiðablik
Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgarden
Katrín Ómarsdóttir Doncaster
Glódís Perla Viggósdóttir Eskilstuna Utd
Anna Björk Kristjánsdóttir KIF Örebro
Sif Atladóttir Kristianstad
Dagný Brynjarsdóttir Portland Thorns
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Stabæk
Ásgerður St. Baldursdóttir Stjarnan
Berglind Hrund Jónasdóttir Stjarnan
Katrín Ásbjörnsdóttir Stjarnan
Sandra Sigurðardóttir Valur
Margrét Lára Viðarsdóttir Valur
Elísa Viðarsdóttir Valur
Dóra María Lárusdóttir Valur
Sara Björk Gunnarsdóttir Wolfsburg
Sandra María Jessen Þór/KA