• mán. 03. okt. 2016
  • Landslið

U21 karla - Ísland mætir Skotlandi í dag - Byrjunarlið

U21-karla-Frakkland-2015

Strákarnir í U21 munu standa í ströngu á næstu dögum en þeir eru í góðu færi á að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Póllandi á næsta ári.  Framundan er tveir leikir á heimavelli, gegn Póllandi 5. október á Víkingsvelli og gegn Úkraínu, 11. október á Laugardalsvelli.

Hægt er að sjá byrjunarlið Íslands og beina textalýsingu frá leiknum með því að smella hérna.

Baráttan er gríðarlega hörð í riðli Íslands en þar eru Makedónar í efsta sæti, Frakkar í því öðru og Íslendingar í því þriðja.  Efsta sæti riðilsins tryggir þátttökurétt í úrslitakeppni EM í Póllandi á næsta ári og þar liggja möguleikar Íslands.  Sigur í þessum tveimur heimaleikjum tryggir efsta sætið, sama hvernig aðrir leikir fara í riðlinum.  Það er því til mikils að vinna og gríðarlega mikilvægt að strákarnir fái allan þann stuðning sem mögulegt er.

Fyrri leikurinn, gegn Skotum, fer fram miðvikudaginn 5. október og hefst kl. 15:30 á Víkingsvelli.  Miðasala á þann leik fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is en einungis er hægt að selja 900 miða á þann leik.  Það er því um að gera að tryggja sér miða tímanlega.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir 16 ára og yngri.

Seinni leikurinn, gegn Úkraínu fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 11. október og hefst kl. 16:45 og hefst miðasala á þann leik að loknum leiknum gegn Skotum.

Við hvetjum alla, sem eiga þess kost, að koma og leggja strákunum lið í þessari baráttu, sæti í úrslitakeppni EM í húfi.