• þri. 27. sep. 2016
  • Landslið

Ísland -Finnland: Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina

Áhorfendur á Ísland-Tyrkland
ahorfendur

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM A landsliða karla, fimmtudaginn 29. september frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Möguleiki er að panta miða í síma 510-2900 á sama tíma, þ.e. þau sem ekki komast að sækja miða á tilgreindum degi/tíma. Athugið að takmarkað magn af miðum er í boði á þennan leik og athugið jafnframt að einungis er afhentur einn miði til viðkomandi handhafa skírteinis, þ.e. ekki er hægt að panta eða sækja fyrir aðra.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli fimmtudaginn 6. október og hefst kl. 18:45.

Afhending miða á aðra leiki

Framundan er annar leikur hjá A landsliði karla, gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli, sunnudaginn 9. október.  Afhending miða á þann leik fer fram mánudaginn 3. október og verður sama fyrirkomulag haft á og á leikinn gegn Finnum.

Þá verður sami háttur hafður á þegar U21 landslið karla mætir Skotum á Víkingsvelli, miðvikudaginn 5. október.  Aðeins er hægt að selja miða í sæti og því komast einungis um 1.100 manns á þann leik.  Miðasala hefst á næstu dögum í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.  Handhafar A og DE skírteina geta sótt miða á þann leik, þriðjudaginn 4. október á skrifstofu KSÍ.