• fös. 16. sep. 2016
  • Landslið

A kvenna – ÍSLAND Á EM!

Island-Slovenia-kvk-stemmning-020

Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Slóveníu  í undankeppni EM en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrr í dag var ljóst að liðið væri þá þegar komið með farseðilinn á EM í Hollandi næsta sumar. 

Stelpurnar okkar hófu leikinn af miklum krafti og strax á 11. mínútu kom Hallbera Guðný Gísladóttir Íslandi yfir í leiknum. Dagný Brynjarsdóttir skoraði næstu tvö mörk íslenska liðsins, hið fyrra á 21. mínútu og hið síðara þegar innan við ein mínúta var liðin af síðari hálfleik. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði svo fjórða og síðasta mark Íslands í leiknum með góðum skalla eftir sendingu frá Hólmfríði Magnúsdóttur. Slóvenar voru nálægt því að minnka muninn undir lok leiksins eftir mistök í vörn Íslands en boltinn fór rétt framhjá markinu. Markatala liðsins er nú 33-0 og er liðið með fullt hús stiga fyrir lokaleikinn í riðlinum. 

Síðasti leikur íslenska liðsins í undankeppninni fyrir EM verður á Laugardalsvelli þriðjudaginn 20. september kl. 17.00 gegn Skotum. Þann dag verða 35 ár frá fyrsta leik landsliðsins sem var einmitt gegn Skotum. 

Leikurinn verður sýndur beint á RÚV.