• fim. 15. sep. 2016
  • Landslið

U19 kvenna - Frábær byrjun í undankeppni EM

Island-u19---Polland-KVK-26-agust-2016---0048

U19 kvenna byrjaði vel í und­anriðli Evr­ópu­keppn­inn­ar í Finn­landi í dag þegar það sigraði Fær­ey­inga ör­ugg­lega, 5-0, í fyrsta leik sín­um á mótinu. Agla María Al­berts­dótt­ir skoraði tvö fyrstu mörk­in og fyr­irliðinn Andrea Mist Páls­dótt­ir úr Þór/ KA bætti við þriðja mark­inu fyr­ir hálfleik. 

Andrea Thoris­son, leikmaður sænsku meist­ar­anna Rosengård, skoraði fjórða markið og Krist­ín Dís Árna­dótt­ir inn­siglaði sig­ur­inn með fimmta mark­inu í lok upp­bót­ar­tím­ans. 

Finn­land vann Kasakst­an, 7-0, í fyrri leikn­um í fyrstu um­ferðinni í dag. Sig­urlið riðlanna og tíu af ell­efu liðum sem enda í öðru sæti kom­ast áfram í mill­iriðla sem fara fram næsta vor, en þar verður síðan leikið um sæti í úr­slita­keppni átta liða sem fer fram á Norður-Írlandi næsta sum­ar. 

Ísland mæt­ir Kasakst­an á laug­ar­dag­inn og Finn­landi í lokaum­ferðinni á þriðju­dag­inn,