U19 kvenna - Frábær byrjun í undankeppni EM
U19 kvenna byrjaði vel í undanriðli Evrópukeppninnar í Finnlandi í dag þegar það sigraði Færeyinga örugglega, 5-0, í fyrsta leik sínum á mótinu. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin og fyrirliðinn Andrea Mist Pálsdóttir úr Þór/ KA bætti við þriðja markinu fyrir hálfleik.
Andrea Thorisson, leikmaður sænsku meistaranna Rosengård, skoraði fjórða markið og Kristín Dís Árnadóttir innsiglaði sigurinn með fimmta markinu í lok uppbótartímans.
Finnland vann Kasakstan, 7-0, í fyrri leiknum í fyrstu umferðinni í dag. Sigurlið riðlanna og tíu af ellefu liðum sem enda í öðru sæti komast áfram í milliriðla sem fara fram næsta vor, en þar verður síðan leikið um sæti í úrslitakeppni átta liða sem fer fram á Norður-Írlandi næsta sumar.
Ísland mætir Kasakstan á laugardaginn og Finnlandi í lokaumferðinni á þriðjudaginn,