• mið. 14. sep. 2016
  • Fræðsla

Hæfileikamót N1 og KSÍ drengja 2016

n1_ksi_mot_strakar-1

Hæfileikamót KSÍ og N1 drengja fer fram í Kórnum í Kópavogi  dagana 23. – 25. september. Mótið fer fram undir stjórn Halldórs Björnssonar og hér að neðan má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem boðaðir eru til leiks. 

Hópurinn

Undanfarið hefur Halldór Björnsson ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu.  Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1. 

Hópnum er skipt niður í sex lið sem leika í tveimur riðlum.  

Dagskráin hefst á föstudeginum í KSÍ Laugardal, mótið hefst svo kl. 16:00 laugardeginum í Kórnum í Kópavogi og leikið er svo frá kl. 13:30 á sunnudeginum. 

Aðstandendur leikmanna, þjálfarar og aðrir eru velkomnir að koma og fylgjast með leikjunum úr stúkunni í Kórnum.  

Ljósmyndari og tökumaður frá N1 mæta á staðinn og taka skemmtilegar myndir og myndbönd frá mótinu.

  • Dagskrá: 
  • Föstudagur 23. sept.  Fundur/Fyrirlestur KSÍ Laugardal   18:00 til 20:00 
  • Laugardagur 24. sept.  Hæfileikamót Kórinn     16:00 til 22:00 
  • Sunnudagur 25. sept.  Hæfileikamót Kórinn     13:30 til 17:00 


Hæfileikamót KSÍ og N1 2016

KSÍ greiðir kostnað við flug leikmanna til Reykjavíkur. Fyrir þá sem þurfa að panta flug með Flugfélagi Íslands, vinsamlegast hafið sambandi við hópadeildina í síma 570 3075 til að bóka flug. Athugið að óska eftir ÍSÍ fargjaldi.   


Nánari upplýsingar veitir Halldór Björnsson – halldorb@ksi.is  


Vinsamlega afhendið leikmönnum ykkar afrit af þessu bréfi. Öll forföll skal tilkynna til skrifstofu KSÍ í síma 510-2900 eða með tölvupósti til halldorb@ksi.is  Mikilvægt er að leikmenn mæti hvorki meiddir né veikir á æfingar og láti vita eins fljótt og kostur er.