• þri. 06. sep. 2016
  • Landslið

U21 karla - Leikið í Caen í kvöld á glæsilegum velli

U21-KK-Frakkland-MD-1---0099

Það er leikið á glæsilegum velli í Frakklandi í kvöld en það er Stade Michel-d'Ornano-völlurinn í Caen. Þetta mannvirki tekur 21.500 manns í sæti og er var hann opnaður árið 1993. 

Völlurinn er notaður af heimaliðinu SM Caen en einnig er hann notaður fyrir landslið Frakka. Borgin Caen er staðsett nálægt Normandy þar sem hin sögulega orrusta um Normandy var háð en stór hluti borgarinnar var lagður í rúst í orrustunni. Mikið af ferðamönnum heimsækja borgina til að skoða þessar sögulegu slóðir. Einnig er mikið um skólafólk í Caen en um 20 þúsund nemar dvelja í Caen og læra. Í borginni Caen búa um 120.000 manns en alls búa um 420.000 manns á svæðinu öllu.

Íslenska liðið æfði á Stade Michel-d'Ornano vellinum í gær og hérna má sjá myndir frá æfingunni.