• þri. 06. sep. 2016
  • Landslið

U21 karla - Hjörtur: „Þetta er í okkar höndum"

4sept-Hjortur-Hermannsson-U21

U21 karla leikur í kvöld mikilvægan leik gegn Frökkum í undankeppni EM en Ísland er á toppi riðilsins fyrir leikinn. Það mun væntanlega mæða mikið á Hirti Hermannssyni, varnarmanni íslenska liðsins, í leiknum. 

„Frakkarnir eru með hörkugott lið. Við höfum náð í frábær úrslit gegn þeim í gegnum tíðina. Persónulega hef ég aldrei tapað gegn þeim og ég held að enginn í þessum hóp hefur gert það,” segir Hjörtur um leikinn. 

„Við tókum þá á heimavelli í þessari keppni og sóttum gríðarlega mikilvægt stig í síðustu keppni. Við förum til að taka þrjú stig en við myndum fara sáttir heim með eitt stig. Þeir verða að vinna leikinn. Þeir eru með bakið upp við vegg eftir tapið í Úkraínu. Við erum í bílstjórasætinu með leik til góða. Við endum á tveimur leikjum í október og þetta er í okkar höndum." 

Viðtalið í heild sinni og viðtal við Árna Vilhjálmsson má finna á YouTube síðu KSÍ.