U19 karla - Jafntefli gegn Wales
Strákarnir í U19 gerðu í dag markalaust jafntefli gegn Wales en þetta var seinni vináttulandsleikur þjóðanna á þremur dögum. Ísland vann fyrri leikinn, 2 - 1, en í dag var boðið upp á mikla baráttu en engin mörk.
Leikurinn var í heildina nokkuð jafn þó svo að íslenska liðið hafi skapað sér heldur hættulegri færi. Heimamenn reyndust einnig skeinuhættir svo þegar uppi var staðið voru úrslitin líklega sanngjörn.
Leikirnir voru undirbúningur liðsins fyrir riðil Íslands í undankeppni EM þar sem leikið verður gegn Tyrklandi, Lettlandi og Úkraínu, 6. - 11. október og verður leikið í Úkraínu.