• mán. 05. sep. 2016
  • Landslið

U21 karla - Ísland mætir Frökkum í toppslag í dag

Nordur-Irland---Island-U-21-KK-2016---0453

U21 karla leikur við sannkallaðan toppslag við Frakka í undankeppni EM í kvöld. Ísland er á toppi riðilsins með 15 stig en Frakkar eru með 14 stig í 3.sæti. Makedónía er með 15 stig eins og Ísland í 2. sæti riðilsins. 

Ísland vann á dögunum 0-1 sigur gegn Norður Írlandi á sama tíma og Frakkar töpuðu gegn Úkraínu og því mega Frakkar ekki við því að misstíga sig í baráttunni um efsta sætið en liðið í efsta sætinu tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM 2017.

Leikurinn fer fram í Caen og hefst hann klukkan 16:45 og verður hægt að fylgjast með gangi mála á vef UEFA.

Viðtöl við Hjört Hermannsson og Árna Vilhjálmsson má finna á YouTube-síðu KSÍ.