• mán. 05. sep. 2016
  • Landslið

A karla – Ísland hefur leik í undankeppni HM í dag

Tolfan
Tolfan

Ísland mætir Úkraínu í Kænugarði í dag í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2018. Íslenska liðið hefur undirbúið sig fyrir leikinn frá því á þriðjudag í síðustu viku þegar hópurinn kom saman í Frankfurt í Þýskalandi. Leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn flugu svo til Úkraínu á laugardag og var æfing á ólympíuleikvanginum í Kiev í gær.

Það verða óneitanlega óvenjulegar aðstæður á leiknum þar sem engir áhorfendur verða í þeim 70 þúsund sætum sem í boði eru. Aðstæður á æfingu liðsins í gær voru því eins nálægt því að vera þær sömu og þær verða þegar leikurinn fer fram. Það er þó ljóst að inná leikvanginum gæti heyrst frá úkraínskum stuðningsmönnum sem ætla að fjölmenna á torgi fyrir utan leikvanginn þar sem leikurinn verður sýndur á risaskjá.

Strákarnir okkar ætla sér stóra hluti í þessari undakeppni og mun sigur í dag gefa þeim markmiðum byr undir báða vængi.

Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

ÁFRAM ÍSLAND