U21 karla - Æfingar ganga vel í Belfast
U21 karla er statt í Norður Írlandi en á morgun, föstudag, leikur liðið við heimamenn í undankeppni EM. Ísland er í 2. sæti riðilsins með 12 stig en Frakkar eru á toppnum með 14 stig, Ísland á þó einn leik til góða.
Það er því mikið undir í komandi leikjum sem eru gegn Norður Írum og toppliði Frakklands. Liðið dvelur i Belfast en leikurinn á morgun fer fram á Mourneview Park en völlurinn er í um klukkutíma fjarlægð frá Belfast. Aðstæður hafa verið góðar þó að það hafi vantað 10 töskur þegar liðið kom til Belfast en þær skiluðu sér að lokum á hótel liðsins.
Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma og munum við gera honum skil á samfélagsmiðlum og frétt um leikinn birtist svo á vef KSÍ um kvöldið.
Smelltu hérna til að sjá myndir frá æfingu liðsins