• mið. 31. ágú. 2016
  • Landslið

Uppselt á leik Íslands og Finnlands

Áhorfendur á Ísland-Tyrkland
ahorfendur

Uppselt er á leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018. Miðasala hófst á midi.is kl. 12:00 í dag, miðvikudag, eins og kynnt var á vef KSÍ í vikunni. Alls fóru um 3 þúsund miðar í sölu í dag og seldust þeir upp á rúmum þremur tímum.

Finnar tóku alla þá miða sem þeim stóð til boða og verða því nokkuð fjölmennir á Laugardalsvellinum, 6. október næstkomandi.  Sala mótsmiða fór fram fyrr í mánuðinum og seldust allir þeir miðar sem stóðu til boða.  Alls seldust um 1.800 mótsmiðar að þessu sinni en um 1.000 mótsmiðar seldust á síðustu undankeppni.

Miðasala á leik Íslands og Tyrklands, í undankeppni HM, hefst föstudaginn 2. september kl. 12:00 á hádegi en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, sunnudaginn 9. október.