• fös. 26. ágú. 2016
  • Dómaramál

Kvendómarakvartett á landsleik Íslands og Póllands

Kvendómarar dómari 2016

Fjórir kvendómarar dæmdu landsleik U19 ára landsliðs kvenna gegn Póllandi í gær í Sandgerði. Bríet Bragadóttir var aðaldómari en Rúna Kristín Stefánsdóttir og Jovana Vladovic voru aðstoðardómarar. Þá var Guðrún Fema Ólafsdóttir fjórði dómari í leiknum. 

Aukinn áhugi er hjá konum að starfa við dómgæslu og hvetjum við allar konur sem hafa áhuga á að kynna sér málið betur að hafa samband við Magnús Má Jónsson, dómarastjóra KSÍ, sem glaður veitir allar upplýsingar.