A-karla - Ísland mætir Möltu í nóvember
KSÍ og Knattspyrnusamband Möltu hafa náð samkomulag um vináttulandsleik fyrir A-landslið karla. Leikurinn fer fram 15. nóvember næstkomandi á Ta'Qali, þjóðarleikvangi Maltverja.
Ísland og Malta hafa tólf sinnum mæst á knattspyrnuvellinum en Ísland hefur unnið níu sinnum, Malta hefur tvívegis borið sigur úr býtum en einu sinni skildu liðin jöfn. Seinasti landsleikur liðanna var vináttuleikur árið 2008 þar sem Ísland vann 1-0 sigur.
Leikurinn er liður í undirbúningi landsliðsins vegna undankeppni HM.
Upplýsingar um fyrri viðureignir Íslands og Möltu má finna hér