U21 karla - Hópurinn sem mætir N. Írlandi og Frakklandi
U21 karla leikur tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM í byrjun september. Fyrri leikurinn er gegn Norður Írum þann 2. september en seinni leikurinn er gegn Frökkum þann 6. september.
Ísland er sem stendur í 2. sæti riðilsins með 12 stig en Frakkar eru á toppnum með 14 stig. Ísland hefur þó leikið einum leik færra en franska liðið. Fyrri leikurinn fer fram á Mourneview Park á Norður Írlandi sem er heimavöllur Glenovan. Leikurinn fer fram föstudaginn 2. september og hefst hann klukkan 18:00. Seinni leikurinn er gegn Frökkum en hann er leikinn á Stade Michel-d´Ornano í Caen. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 6. september klukkan 16:45.
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21, hefur valið hópinn sem fer í verkefnið í september.
Markmenn | Fæddur | Leikir | Mörk | Fyrirliði | Félag |
Rúnar Alex Rúnarsson | 180295 | 13 | N Sjælland | ||
Frederik August Albrecht Schram | 190195 | 6 | Roskilde | ||
Anton Ari Einarsson | 250894 | Valur | |||
Aðrir leikmenn |
|||||
Orri Sigurður Ómarsson | 180295 | 17 | 1 | Valur | |
Hjörtur Hermannsson | 080295 | 14 | 2 | 1 | Bröndby |
Aron Elís Þrándarson | 101194 | 10 | 1 | Álasund | |
Árni Vilhjálmsson | 090594 | 9 | 1 | Breiðablik | |
Elías Már Ómarsson | 180195 | 8 | 1 | Gautaborg | |
Adam Örn Arnarsson | 270895 | 7 | Álasund | ||
Böðvar Böðvarsson | 090495 | 7 | FH | ||
Oliver Sigurjónsson | 030395 | 7 | 2 | 6 | Breiðablik |
Ævar Ingi Jóhannesson | 310195 | 3 | Stjarnan | ||
Daníel Leó Grétarsson | 021095 | 4 | Álasund | ||
Heiðar Ægisson | 100895 | 4 | Stjarnan | ||
Viðar Ari Jónsson | 100394 | 3 | Fjölnir | ||
Albert Guðmundsson | 150697 | PSV | |||
Davíð Kristján Ólafsson | 150595 | Breiðablik | |||
Hans Viktor Guðmundsson | 090996 | Fjölnir | |||
Óttar Magnús Karlsson | 210297 | Víkingur | |||
Þórður Þorsteinn Þórðarson | 220295 | ÍA |