Vel heppnuð Bikarúrslitaráðstefna
KSÍ og Knattspyrnuþjálfara félag íslands héldu veglega Bikarúrslitaráðstefnu 12. – 13. ágúst. Þorkell Máni Pétursson var með leikgreiningu á liðum Breiðabliks og ÍBV sem léku til úrslita um Borgunarbikar kvenna á föstudagskvöldinu.
Daginn eftir var svo Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari með frábæran fyrirlestur um þátttöku Íslands á EM. Að því loknu kom Arnar Grétarsson og var með leikgreiningu á liðum Vals og ÍBV sem léku til úrslita um Borgunarbikar karla.
Alls mættu um 70 þátttakendur á ráðstefnuna sem þótti heppnast ákaflega vel.