• fös. 19. ágú. 2016
  • Fræðsla

Hæfileikamótun N1 og KSÍ – Vesturland

n1_ksi_mot_strakar-1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Grundarfirði 22. ágúst.   Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka. Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.   

Dagskrá heimsóknar á Vesturland:       

  • Mánudagurinn 22. ágúst.
  • 13:00 - Æfing með drengjum 
  • 14:30 - Æfing með stúlkum      

Helstu markmið hæfileikamótunar KSÍ eru að: 

  • Fjölga þeim leikmönnum sem fylgst er með.
  • Fylgjast með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar. 
  • Koma til móts við minni staði á landsbyggðinni og mæta þeirra þörfum. 
  • Koma til móts við leikmenn stærri félaga á höfuðborgarsvæðinu sem að öllu jöfnu væru ekki valdir á landsliðsæfingar. 
  • Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum. 
  • Undirbúa leikmenn enn betur til þess að mæta á landsliðsæfingar seinna með fræðslu.