• fim. 18. ágú. 2016
  • Landslið

600 auka mótsmiðar fara í sölu í dag, föstudag

1907597_01187914

Vegna mikils áhuga á mótsmiðum fyrir undankeppni HM sem hefst í september hefur verið ákveðið að bæta við 600 mótsmiðum sem fara í sölu í dag, föstudag, og hefst miðasala klukkan 12:00 á www.midi.is

Miðar verða seldir í þrjú verðsvæði eða 200 miðar í hvert svæði. 

Fyrsti heimaleikur Íslands í undankeppninni verður á Laugardalsvelli fimmtudaginn 6. október gegn Finnlandi. Aðrir heimaleikir Íslands í undankeppninni eru:

  • 9. október       Ísland-Tyrkland
  • 11. júní           Ísland-Króatía
  • 5. september   Ísland-Úkraína
  •  9. október       Ísland-Kosóvó

Hægt er að kaupa mótsmiða í þrjú svæði og þar með í þremur verðflokkum eins og áður. Ekki er hægt að velja sæti í kaupferlinu en mótsmiðahafi fær sama sæti úthlutað í öllum heimaleikjunum.  Þetta er m.a. gert til að tryggja hámarksnýtingu á vellinum og er það sama aðferð og UEFA notaði í úrslitakeppni EM. 

 Mest er hægt að kaupa fjóra mótsmiða á hverja kennitölu.

  • Miðaverð – mótsmiðar
  • Svæði I 35.000.- kr. (Rautt svæði)
  • Svæði II 25.000 kr. (Blátt svæði)
  • Svæði III 15.000 kr. (Grænt svæði)

Allir mótsmiðar sem fóru í sölu í hádeginu á miðvikudaginn seldust upp á um 20 mínútum og má búast við að mikil ásókn verði í þá miða sem fara í sölu á morgun. 

Við þökkum fyrir þennan gríðarlega áhuga á landsliðunum en góður stuðningur úr stúkunni er lykilþáttur í velgengi landsliðanna. 

Áfram Ísland!