Þórður Þórðarson heldur áfram sem þjálfari U19 kvenna
KSÍ og Þórður Þórðarson hafa náð samkomulagi um framlengingu á samningi Þórðar með U19 ára landslið kvenna. Samningur Þórðar er til 1. maí 2018 en framlengist fram yfir lokakeppni EM 2018 komist liðið þangað.
Þórður er með KSÍ A gráðu og hefur þjálfað bæði meistaraflokk karla og kvenna hjá ÍA í efstu deild. Þórður gerði garðinn frægan sem markvörður, lengst af með ÍA en einnig lék hann með Val og KA sem og að hann lék sem atvinnumaður í Svíþjóð.
Þórður tók við þjálfun U19 landsliðs kvenna í október 2014.