• fim. 28. júl. 2016
  • Dómaramál

Þorvaldur dæmir í Hvíta Rússlandi

Þorvaldur Árnason

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik FC Torpedo-Belaz Zhodino og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Zhodino í Hvíta Rússlandi.  Þetta er fyrri viðureign liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.

Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson og Þóroddur Hjaltalín verður varadómari.