• þri. 26. júl. 2016
  • Dómaramál

Dómaramál - Sex dómarar á undanúrslitum Borgunarbikars karla

Domari-2015

 Sex dómarar verða á leikjum í undanúrslitum Borgunarbikars karla sem fram fara á miðvikudag og fimmtudag. Þetta fyrirkomulag þekkist m.a. frá úrslitakeppni EM í sumar.  Í leikjunum verður dómari, tveir aðstoðardómarar, tveir auka aðstoðardómarar og fjórði dómari.   Undanúrslitaleikirnir fara fram á miðvikudaginn þegar Selfoss tekur á móti Val og á fimmtudag þegar FH heimsækir ÍBV á Hásteinsvöll.