• mið. 20. júl. 2016
  • Dómaramál

Enskir gestadómarar á Íslandi

Domari-2015

Á landinu eru staddir enskir dómarar sem munu dæma leiki í Pepsi-deildinni og Inkasso-deildinni á næstunni. Íslenskir dómarar fara reglulega og dæma leiki í erlendum deildum og fáum við að sama skapi góða gesti sem dæma hér á Íslandi. 

Dómararnir munu dæma neðangreinda leiki:

21. júlí: Keflavík - HK, Dómarinn er: Brett Huxtable. Með honum í för er Ben Toner og verður hann varadómari leiksins. 

22. júlí: Þór - Leiknir, Dómarinn er: Ben Toner. Með honum í för er Brett Huxtable og verður hann varadómari leiksins.

24. júlí, Víkingur Ó. - Breiðablik, Brett Huxtable verður aðstoðardómari og Ben Toner verður fjórði dómari.