Sara Björk í 19. sæti yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona, er í 19. sæti yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu á tímabilinu 2015–2016.
Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur leikmaður kemst á blað í þessu kjöri, hvort sem er í kvenna- eða karlaflokki.
Sara varð í 19.–23. sæti af þeim 39 konum sem fengu atkvæði í kjörinu. Hún hefur leikið með sænsku meisturunum Rosengård undanfarin ár og varð meistari með liðinu síðasta haust ásamt því að komast með því í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Sara leikur nú með þýska stórliðinu Wolfsburg.
Þjálfarar tólf bestu landsliða Evrópu og þeirra átta liða sem komust lengst í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili tóku þátt í að tilnefna þær konur sem kosið verður á milli í kjöri UEFA og Samtaka evrópskra íþróttafjölmiðla í Mónakó í lok ágúst en þar verður knattspyrnukona Evrópu 2015–2016 útnefnd.
Listinn í heild sinni á vef UEFA.