• þri. 19. júl. 2016
  • Landslið

Sara Björk í 19. sæti yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu

Sara Gunnarsdottir

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, landsliðskona, er í 19. sæti yfir bestu knatt­spyrnu­kon­ur Evr­ópu á tíma­bil­inu 2015–2016. 

Þetta er í fyrsta skipti sem ís­lensk­ur leikmaður kemst á blað í þessu kjöri, hvort sem er í kvenna- eða karla­flokki. 

Sara varð í 19.–23. sæti af þeim 39 kon­um sem fengu at­kvæði í kjör­inu. Hún hef­ur leikið með sænsku meist­ur­un­um Rosengård und­an­far­in ár og varð meist­ari með liðinu síðasta haust ásamt því að kom­ast með því í átta liða úr­slit Meist­ara­deild­ar­inn­ar. Sara leikur nú með þýska stórliðinu Wolfsburg. 

Þjálf­ar­ar tólf bestu landsliða Evr­ópu og þeirra átta liða sem komust lengst í Meist­ara­deild Evr­ópu á síðasta tíma­bili tóku þátt í að til­nefna þær kon­ur sem kosið verður á milli í kjöri UEFA og Sam­taka evr­ópskra íþrótta­fjöl­miðla í Mónakó í lok ág­úst en þar verður knatt­spyrnu­kona Evr­ópu 2015–2016 út­nefnd.

Listinn í heild sinni á vef UEFA.