• fim. 14. júl. 2016
  • Dómaramál

Íslenskir dómarar í verkefnum erlendis

Þorvaldur Árnason

Íslenskir dómarar eru að dæma víðsvegar um þessar mundir í Evrópukeppnum. Um er að ræða verkefni í Evrópudeildinni og á lokamóti U19 karla sem fram fer í Þýskalandi.

Þorvaldur Árnason mun dæma leik RoPS Rovaniemi frá Finnlandi og Lokomotiva Zagreb frá Króatíu en með honum dæma Jóhann Gunnar Guðmundsson, Frosti Viðar Gunnarsson og Erlendur Eiríksson.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik KRC Genk frá Belgíu og FK Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi en með honum dæma Gylfi Már Sigurðsson, Gunnar Sverrir Gunnarsson og Ívar Orri Kristjánsson.

Þá er Birkir Sigurðsson aðstoðardómari á leik Hollands og Englands á lokamóti U19 karla í Þýskalandi en leikurinn fer fram á morgun, föstudag.