• fim. 14. júl. 2016
  • Landslið

A karla - Ísland aldrei ofar á heimslista FIFA

Island - Portugal EM 2016

Ísland stökk upp um 12. sæti á heimslista FIFA sem var birtur í morgun. Það er því ljóst að Ísland hefur aldrei komist ofar á listanum en gott gengi Íslands á EM í sumar hefur mest um stöðu liðsins að segja. 

Íslenska liðið fékk 1692.9 stig fyrir sigurinn á Austurríki og 1683.99 fyrir sigurinn á Englandi en í samanburði fékk Ísland aðeins 148.5 stig fyrir sigurinn á Liechtenstein. 

Ísland er efst meðal Norðurlandaþjóða en 
Svíar eru í 40. sætinu, Danir í 44. sæti, Noregur í 49. sæti, Finnland er í 65. sæti og Færeyjar í 136. sætinu. 

Argentína trónir ennþá á toppi listans.

Smelltu hérna til að skoða listann í heild sinni.