• lau. 02. júl. 2016
  • Landslið

EM 2016 - Sagan á bandi Frakka úr viðureignum þjóðanna

Is - Fra 1999

Ísland og Frakkland hafa mæst 11 sinnum á knattspyrnuvellinum. Ísland hefur aldrei náð að bera sigur úr býtum úr viðureignum þjóðanna. Markatalan er á bandi Frakka en Ísland hefur skorað 8 mörk gegn 30 mörkum franska liðsins.

Sá leikur sem oftast kemur upp í hugann hjá knattspyrnuáhugamönnum var leikinn árið 1999 í undankeppni EM 2000. Sá leikur endaði 3-2 fyrir Frökkum en eftir að heimamenn komust í 2-0 þá jöfnuðu Íslendingar 2-2. Það fór um franska liðið sem var að berjast um toppsætið í riðlinum og svo fór að mark kom seint í leiknum sem tryggði franska liðinu sigur og þar með sigur í riðlinum. Eyjólfur Sverrisson og Brynjar Björn Gunnarsson skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Fyrri leikur liðanna í undankeppni EM 2000 endaði með 1-1 jafntefli þar sem Ríkharður Daðason var á skotskónum. 

Vinni Ísland á Stade de France á morgun þá brýtur íslenska liðið blað í knattspyrnusögunni með því að sigra franska landsliðið í fyrsta sinn í sögunni… og þá tryggja sér sæti í undanúrslitum á EM!

Viðureignir þjóðanna.

Myndband frá leiknum.