• lau. 02. júl. 2016
  • Landslið

EM 2016 - Hannes Þór: „Maður lætur sig dreyma um ýmislegt”

EM-2016-2juli-Hannes-Thor

Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska liðsins, segir ferðalag Íslands á EM hafa verið lygasögu líkast. Aðspurður um hvort honum hafi dreymt um slíka velgengni á mótinu segir Hannes að hann hafi klárlega látið sig dreyma um ýmislegt.

Svona fyrirfram, í þínum villtustu draumum, áttirðu von á að þið mynduð vinna England á EM?

„Maður lætur sig dreyma ýmislegt. Það er alltaf mjög margt sem þarf að ganga upp svo til þess að allir villtustu draumarnir rætast og það getur margt gerst á leiðinni. Ef maður hefði sest niður fyrir mótið og teiknað upp einhverja draumaleið um allt það besta sem gæti gerst þá er það líklega búið að gerast. Hvernig þetta spilaðist, fyrsti leikur á móti Portúgal, vonbrigðin á móti Ungverjum og halda að þetta sér kannski farið en vinna svo með síðasta sparkinu gegn Austurríki. Fá England, það var nógu gaman, vinna England - þetta er bara lygilegt.” segir Hannes Þór í viðtali við UEFA.

Smelltu hérna til að horfa á viðtalið í heild sinni á YouTube-síðu KSÍ.