• fim. 30. jún. 2016
  • Landslið

EM 2016 - Ertu að fara til Parísar? - Helstu upplýsingar

13397628_1029640250455333_49097681_n

Það eru margir sem eru að fara til Parísar í Frakklandi til að sjá leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM. Leikurinn fer fram á sunnudagskvöld og mun KSÍ vera með skrifstofu í París sem verður opin frá föstudegi og fram að leik á sunnudag. Á skrifstofunni verður reynt að veita m.a. upplýsingar um miðamál en minnt er á að miðasala er einungis á vegum UEFA.

Á Facbooksíðu Ríkislögreglustjóra er hægt að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um borgina og hvernig er best að bera sig að í ferðalögum þar.  Þar er m.a. að finna mjög ítarlegar upplýsinar á ensku um Fan-zone, samgöngur, bílastæði og fleira. Þar eru líka kort af borginni og ýmis önnur góð ráð.

Einnig er að finna á síðu þeirra, ráðleggingar frá Europol hvernig hægt er að minnka hættuna á innbrotum og vasaþjófnaði en einhverjir landar okkar hafa orðið fyrir barðinu á slíku á þeirra ferðalagi.

Íslenskir áhorfendur hafa verið til mikillar fyrirmyndar hingað til, svo eftir hefur verið tekið og er engin ástæða til annars en að það haldi áfram.  Fyrst og fremst óskum við svo öllum ferðalöngum góðrar skemmtunar og farsællar heimkomu.

Opnunartími skrifstofu KSÍ og UEFA í París

Föstudagur: 14:00 – 18:00

Laugardagur: 10:00 – 19:00

Sunnudagur (Leikdagur): 10:00 – 16:00

Staðsetning:

VEP Address :

Parc Jean Bouin

26, Avenue du général Sarrall

75016 París 

Til að komast er gott að taka:

Metroline 10

og stoppa við

Porte d´Auteull

Sækja þarf miðana á þessum tíma