Íslenskir dómarar í verkefnum erlendis
Íslenskir dómarar eru á faraldsfæti um þessar mundir þar sem þeir taka þátt í erlendum verkefnum. Dómararnir munu dæma í forkeppni Evrópudeildarinnar sem er leikin í þessari viku.
Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Vaduz frá Liechtenstein og FK Sieleks frá Makedóníu en með honum dæma Frosti Viðar Gunnarsson, Bryngeir Valdimarsson og Þorvaldur Árnason.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik Heart of Midlothan frá Skotlandi og FC Infonet frá Eistlandi en með honum dæma Gylfi Már Sigurðsson, Birkir Sigurðsson og Erlendur Eiríksson.
Gunnar Jarl Jónsson dæmir leik Krakow frá Póllandi og KF Shkendija frá Makedóníu en með honum dæma Jóhann Gunnar Guðmundsson, Gunnar Sverrir Gunnarsson og Þóroddur Hjaltalín.