EM 2016 - Leikvangur dagsins er Stade de Nice (Allianz Arena)
Ísland og England mætast í kvöld í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi en leikurinn fer fram á hinum glæsilega Stade de Nice (Allianz Arena) í Nice. Leikvangurinn tekur 35.624 áhorfendur í sæti en leikvangurinn er frekar lítill miðað við þá velli sem Ísland hefur leikið á í keppninni.
Stade de Nice var opnaður árið 2013 en hann tók við af Stade municipal du Ray í Nice. Miklar tafir voru á að klára að byggja leikvanginn en til stóð að framkvæmdir myndu klárast árið 2007 en verða mikils kostnaðar við byggingu leikvangsins var ákveðið að bíða með að klára bygginguna á meðan kostnaður var yfirfarinn, á endanum var hann auðvitað opnaður.
Þrír leikir hafa verið leiknir á Stade de Nice á EM en það eru leikir Póllands og Norður Írlands, Spánverja og Tyrkja og Svía og Belga.
Smellið hérna til að skoða samgöngur á leikinn.