EM 2016 - Ísland mætir Englandi í dag
Ísland leikur við Englandi í 16-liða úrslitum í dag í Nice. Leikurinn er leikinn á Stade de Nice sem tekur um 36.000 manns í sæti en mun meiri eftirspurn hefur verið eftir miðum en framboð. Það varð fljótlega uppselt á þennan stórleik og má búast við mikilli stemningu á Stade de Nice.
Ísland og England hafa tvívegis mæst á knattspyrnuvellinum en báðir leikir liðanna hafa verið vináttuleikir. Sá fyrri var árið 1982 en sá leikur endaði með 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli þar sem Arnór Guðjohnsen skoraði mark Íslands. Seinni leikurinn var á Englandi árið 2004 en þá endaði leikurinn með 6-1 sigri Englands.
Athugið að kynna ykkur vel samgöngur á völlinn en seinustu almenningssamgöngur eru klukkan 19:15. Nánar er hægt að kynna sér samgöngur á vef UEFA. Við hvetjum alla til að mæta snemma á leikvanginn þar sem öryggisleit og annað gæti tekið tíma.
Leikurinn í dag er því fyrsti mótsleikur liðanna og undir er sæti í 8-liða úrslitum á EM en það lið sem ber sigur af hólmi leikur við Frakka í 8-liða úrslitum.
Leikurinn er sýndir beint í sjónvarpi Símans og á RÚV og blásið verður til leiks klukkan 19:00 að íslenskum tíma.