EM 2016 - Eiður Smári: „Viðurkenni að ég var stressaður”
Það var aftur fjölmennt á fjölmiðlafundi íslenska landsliðsins í Annecy í dag. Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum og var mikill áhugi enskra fjölmiðla á leiknum.
Ýmislegt áhugavert kom fram á fundinum en t.a.m. kom upp spurningin hvort það stæði til að Eiður færi í þjálfarateymi íslenska liðsins eftir að hann setur skóna á hilluna. Eiður viðurkenndi einnig að hann hafi verið stressaður undir lok leiksins gegn Austurríki en hann hafi upplifað, með allri þjóðinni, sigurvímuna eftir leikinn.
Sjón er sögu ríkari en fundinn í heild sinni má finna á YouTube-síðu KSÍ.