• fim. 23. jún. 2016
  • Landslið

EM 2016 - Heimir Hallgrímsson: „Nýr dagur, sólin skín, getur ekki verið betra”

EURO-2016---Haimei-Hallgrimsson-23.juni

Heimir Hallgrímsson, landliðsþjálfari, var glaður í bragði þegar fjölmiðlar ræddu við hann á æfingarsvæði liðsins í Annecy í dag. Heimir byrjaði að tala um nýjan dag, yndislegan, með sól í heiði.

Aðspurður um hversu mikilvægt það er fyrir leikmenn liðsins að fá aukadaga í hvíld sagði Heimir: „Það er hrikalega mikilvægt. Við höfum byrjað með sama liðið í öllum þremur leikjunum og skiljanlega eru leikmenn orðnir þreyttir og þess vegna var þessi sprettur sem leikmennirnir tóku í lok leiksins miklu meira virði en fyrir sigurinn. Hann keypti okkur tvo aukadaga í hvíld og það er ekki síður verðmætt fyrir okkur.”

Varðandi möguleika Íslands á að leggja England að velli sagði Heimir að liðið gæti á góðum degi lagt hvaða lið sem er: „Við eigum möguleika á sigri gegn öllum andstæðingum ef við spilum okkur og ef við undirbúum okkur vel þá eigum við góða möguleika.”

„Það eina sem við getum gert er að undirbúa okkur eins vel og við getum, og við munum gera það.”

Viðtalið í heild má finna á YouTube-síðu KSÍ.