• mán. 20. jún. 2016
  • Landslið

EM 2016 - Stutt saga Austurríkismönnum hagstæð

Island - Ungverjaland 2016 EM

Ísland og Austurríki eiga ekki langa sögu hvað varðar leiki. Liðin hafa þrívegis mæst á knattspyrnuvellinum og tvisvar hafa liðin sæst á skiptan hlut en einu sinni unnu Austurríkismenn. 

Fyrsti leikur liðanna var árið 1989 fyrir undankeppni HM á Laugardalsvelli en þá endaði leikur liðanna með markalausu jafntefli. Liðin mættust aftur í Austurríki en þá unnu Austurríkismenn 2-1 sigur. Ragnar Margeirsson skoraði mark Íslands í leiknum. 

Liðin léku vináttuleik árið 2014 en þá voru Lars og Heimir við stjórnvöllinn. Leikurinn endaði 1-1 en Kolbeinn Sigþórsson skoraði mark Íslands í leiknum.

Það er ljóst að það er mikið undir í leiknum á Stade de France á miðvikudaginn en sigur í leiknum gulltryggir Íslandi sæti í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi.