EM 2016 - Ísland mætir Austurríki í dag - MÆTIÐ SNEMMA!
Ísland leikur seinasta leik sinn í riðlakeppni EM í Frakklandi í dag en það eru Austurríkismenn sem eru mótherjar Íslands í leiknum. Það er ljóst að sigur í leiknum fleytir íslenska liðinu áfram í 16-liða úrslit en eitt stig gæti einnig gert það eins lengi og úrslit í öðrum riðlum eru okkur hagstæð.
Við hvetjum alla þá fjölmörgu Íslendinga sem ætla að fara á leikinn í París að MÆTA SNEMMA á leikvanginn og fara í stúkuna. Vegna gríðarlegrar öryggisgæslu og fjölda áhorfenda þá má búast við að einhvern tíma taki að komast inn á leikvanginn.
Allir leikmenn eru til í slaginn fyrir utan Alfreð Finnbogason en hann er í leikbanni eftir að fá tvö gul spjöld.
Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma (18:00 að frönskum tíma) og er leikið á Stade de France í París.
Leikurinn er í beinni í Sjónvarpi Símans.