ICELAND styður ÍSLAND með stolti á EM
KSÍ og ICELAND Frozen Food hafa gert samkomulag um markaðsherferð á samfélagmiðlum undir yfirskriftinni „ICELAND proud to support ICELAND“, eða „ICELAND styður ÍSLAND með stolti“ og verður unnið með myllumerkið #ComeOnIceland í herferðinni.
Samstarfið nær til stuttra myndbanda þar sem vörur ICELAND Frozen Foods tengjast A landsliði karla á skemmtilegan hátt.
Myndböndin eru birt á samfélagsmiðlum beggja aðila og verða í birtingu til ágústloka.
Andy Thompson hjá ICELAND Frozen Foods hafði þetta að segja: „Það var nokkuð augljós kostur hjá okkur að ganga til samstarfs við KSÍ. Frekar en að styðja eingöngu við landsliðin á Bretlandseyjum, þá hvetjum íbúa Bretlands til að styðja enn eitt liðið, sem okkar lið númer tvö, bara til að gera þetta enn skemmtilegra. Íslendingar hafa skrýtinn og skemmtilegan húmor, ekki ósvipaðan okkar, og svo deilum við auðvitað sama nafni.“
„Við erum virkilega ánægð með samstarfið við ICELAND Frozen Foods“ sagði Geir Þorsteinsson formaður KSÍ. „Þetta markar tímamót, því þetta er fyrsti samstarfssamningur KSÍ við fyrirtæki á Bretlandi."
Iceland Foods á samfélagsmiðlum:
KSÍ á samfélagsmiðlum:
Myndbandsdæmi:
https://youtu.be/T58xc_XuKg8 , https://youtu.be/Eu2u5lizT_c , https://youtu.be/aNu50Aajd5s