• lau. 18. jún. 2016
  • Landslið

EM 2016 - Stade Vélodrome er leikvangur dagsins

stade-velodrome-de-marseille-alaris

Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram á hinum stórglæsilega Stade Vélodrome sem er í Marseille. Leikvangurinn tekur 67.394 áhorfendur í sæti og er talinn af mörgum einn glæsilegasti leikvangur Frakklands.

Stade Vélodrome var tekin í notkun árið 1937 en hefur farið í gegnum endurnýjun lífdaga í gegnum tíðina og er völlurinn afar glæsilegur í alla staði. Leikvangurinn er ekki einungis notaður fyrir knattspyrnu en rúgbý er einnig spilað á vellinum.

Gert er ráð fyrir að um 8000 íslenskir stuðningsmenn mæti á Stade Vélodrome og þenji raddböndin hressilega en íslensku stuðningsmennirnir voru stórkostlegir í leiknum gegn Portúgal.