EM 2016 - Ísland getur unnið riðilinn
Sú áhugaverða staða er uppi í F-riðli að Ísland getur unnið riðilinn. Eftir leiki kvöldsins er Ísland með 2 stig og í 2. sæti riðilsins en Ungverjar eru á toppnum með 4 stig. Portúgal er með 2 stig eins og Ísland en hefur skorað marki minna en íslenska liðið. Austurríki rekur lestina með 1 stig eftir jafnteflið í kvöld.
Ísland getur því ennþá unnið riðilinn en seinustu leikir riðlakeppninnar fara fram á þriðjudaginn. Sú staða gæti t.d. komið upp að Ísland vinni Austurríki og Portúgal vinni Ungverja. Ef markatala Íslands væri betri en Portúgala þá myndi Ísland vinna riðilinn.
Ef Ungverjar vinna Portúgal og Ísland gerir jafntefli við Austurríki þá myndi Ísland hafna í 2. sæti riðilsins.
Það er því fjarri því að Ísland sé í slæmri stöðu en eftir jafntefli Portúgals og Austurríkis þá opnaðist F-riðill upp á gátt fyrir seinasta leikinn.