• fös. 17. jún. 2016
  • Landslið

EM 2016 - Ísland gat ekki æft á Stade Vélodrome útaf AC/DC

acdc

Landsliðið gat ekki æft á Stade Vélodrome þar sem leikur Íslands og Ungverjaland fer fram á morgun og er ástæðan hin undarlegasta. Málið er að rokkhljómsveitin AC/DC var með tónleika nýverið á vellinum og það fór algjörlega með grasið á leikvanginum. 

Það sást í leik Albaníu og Frakklands í gær að völlurinn var mjög laus í sér og voru leikmenn að renna til og frá á meðan á leiknum stóð. Þrátt fyrir að nýtt gras hafi verið lagt á völlinn þá er hann ekki búinn að taka sig nægilega vel og því erfiður yfirferðar.

Liðið æfði á velli sem er talsvert frá Stade Vélodrome í dag og það er aldrei að vita nema strákarnir hafi skellt t.d. Thunderstruck í græjunum fyrir leik.