U17 kvenna - Hópurinn fyrir Norðurlandamótið í Noregi
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í Norðurlandamóti U17 kvenna. Mótið fer fram í Noregi að þessu sinni og verður leikið í Sarpsborg og Moss, dagana 1. - 7. júlí.
Ísland er í riðli með Noregi, Danmörku og Frakklandi og verða Danir okkar fyrstu mótherjar í mótinu.