• fim. 16. jún. 2016
  • Landslið

Ertu að fara til Marseille?

marseille_1

Það var glæsilegt blátt haf stuðningsmanna sem prýddu leikvanginn í Saint Etienne á þriðjudaginn þegar Ísland mætti Portúgal.  Það lítur út fyrir að ekki verði færri Íslendingar á vellinum í Marseille en þangað liggur nú straumurinn þar sem Ísland mætir Ungverjum á laugardaginn.

Á Facbooksíðu Ríkislögreglustjóra er hægt að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um borgina og hvernig er best að bera sig að í ferðalögum þar.  Þar er m.a. að finna mjög ítarlegar upplýsinar á ensku um Fan-zone, samgöngur, bílastæði og fleira. Þar eru líka kort af borginni og ýmis önnur góð ráð.

Einnig er að finna á síðu þeirra, ráðleggingar frá Europol hvernig hægt er að minnka hættuna á innbrotum og vasaþjófnaði en einhverjir landar okkar hafa orðið fyrir barðinu á slíku á þeirra ferðalagi.

Íslenskir áhorfendur hafa verið til mikillar fyrirmyndar hingað til, svo eftir hefur verið tekið og er engin ástæða til annars en að það haldi áfram.  Fyrst og fremst óskum við svo öllum ferðalöngum góðrar skemmtunar og farsællar heimkomu.