• fim. 16. jún. 2016
  • Landslið

EM 2016 - Jóhann Berg mundi ekki að það væri 17. júní á morgun

EM-2016-Fjolmidlafundur-16-juni

Það var fjölmiðlafundur hjá íslenska liðinu í Annecy í dag þar sem Kári Árnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum. Það kom eitt og annað fram á fundinum en meðal hápunkta var þegar Jóhann Berg var spurður um hvort íslenska liðið ætlaði að fagna saman á morgun og hann svaraði: „Á æfingunni þá?” 

Það sem Jóhann Berg mundi ekki er að á morgun er jú 17. júní og þá munu flestir halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan. Jóhann benti þá á að fókus liðsins væri á mótinu og það væri ekki að hugsa um aðra hluti en koma að undirbúningi fyrir leikinn gegn Ungverjum.

Heimir ræddi um undirbúninginn og það skipti öllu máli núna að hætta að hugsa um leikinn gegn Portúgal og einbeita sér að fullu að næsta leik.

Fjölmiðlafundinn má sjá hérna en hann er að á ensku.