• mið. 15. jún. 2016
  • Fræðsla

Dagskráin framundan í hæfileikamótun KSÍ og N1

n1_ksi_mot_strakar-1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 hefur verið í gangi í allt sumar og núna liggur fyrir dagskrá í júlí og ágúst.  Það er Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, sem fer fyrir verkefninu en það sem er framundan í júlí og ágúst er eftirfarandi:

  • 19. júlí. - Norðurland verður á Dalvík.
  • 12. ágúst. - Höfuðborgarsvæðið drengir fæddir 2002.
  • 13. ágúst. - Höfuðborgarsvæðið stúlkur fæddar 2002.
  • 16. ágúst. -  Suðurland verður á Hvolsvelli.
  • 22. ágúst. – Vesturland verður á Snæfellsnesi.

Félög eru beðin um að halda ofangreindum dagsetningum opnum og forðast að æfingar og leikir skarist á við þær.

Hæfileikamót

Þá eru einnig komnar dagsetningar um Hæfileikamót KSÍ og N1 og eru þær eftirfarandi:

  • 24.- 25. september Hæfileikamót KSÍ og N1 – stúlkur.
  • 1.- 2. október Hæfileikamót KSÍ og N1 – drengir.