• mán. 13. jún. 2016
  • Landslið

A karla - Söguleg stund í íslenskri knattspyrnu

Opin-aefing-i-Annecy-10-juni-2016---0258

Það er sögulegur dagur í íslensku knattspyrnunni í dag þegar karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á lokakeppni stórmóts. Aldrei fyrr í sögunni hefur landsliðið komist svo langt en það eru Portúgalar sem eru fyrstu mótherjar Íslands í lokakeppni stórmóts.

Í kvöld munu strákarnir okkar stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu en leiksvið draumanna er Stade Geoffroy-Guichard völlurinn í Saint-Étienne. Íslenska liðið hefur undirbúið sig vel fyrir þessa frumraun sína undanfarnar vikur og verður allt gefið í sölurnar í kvöld gegn gríðarlega sterku liði Portúgals. 

Leikurinn hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma og er hann sýndur beint á Sjónvarpi Símans.