A karla - Cakir dæmir leik Íslands og Portúgal
Tyrkinn Cüneyt Cakir dæmir leik Íslendinga og Portúgala á Evrópumótinu í knattspyrnu í Saint-Etinne á morgun, þriðjudag. Cakir er 39 ára gamall sem hefur dæmd marga stórleiki á ferli sínum.
Cakir dæmdi til að mynda úrslitaleik Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni á ólympíuleikvanginum í Berlín í fyrra og í ár dæmdi hann viðureign sömu liða í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þá dæmdi hann leik Atletíco Madrid og Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár.