Afabarn fyrrum stjóra Swansea heilsaði upp á Gylfa Þór
Á opinni æfingu íslenska liðsins í dag mætti Clement Davies sem er ungur aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea á Englandi. Clement býr ásamt foreldrum sínum í Frakklandi en pabbi hans er frá Wales en mamma hans er frönsk.
Það var draumur stráksins að fá að hitta Gylfa á æfingunni en afi stráksins, Glyn Davies, var leikmaður Swansea árin 1962-1964 en hann var svo stjóri liðsins árið 1965-1966. Clement mætti í Swansea treyju og fékk mynd af sér með Gylfa ásamt eiginhandaráritun.
Peyinn var himinlifandi með að fá að hitta átrúnaðargoðið sitt í Annecy.